Fjórir ákærðir vegna andláts Breonnu Taylor

Frá mótmælum sem brutust út í kjölfar andláts Breonnu Taylor.
Frá mótmælum sem brutust út í kjölfar andláts Breonnu Taylor. AFP/Montinique Monroe

Fjórir lögreglumenn hafa verið ákærðir vegna andláts Breonnu Taylor en hún var skotin til bana á heimili sínu í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum árið 2020.

Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir í yfirlýsingu að lögreglumennirnir séu ákærðir fyrir brot gegn borgaralegum réttindum, ólöglegt samsæri, valdbeitingu og eyðileggingu.

Skotin átta sinnum

Taylor, sem var 26 ára gömul svört kona, var skotin átta sinnum er hún lá upp í rúmi eftir að lögreglan réðst inn á heimili hennar og kærasta hennar.

Um var að ræða svo­kallaða „no-knock“-hús­leit vegna ábend­ing­ar sem lög­reglu barst um að hugs­an­lega færi starf­semi tengd fíkni­efn­um fram á heim­il­inu. Kær­asti Tayl­or vaknaði við læt­in og kallaði og spurði hver væri þar á ferð en fékk ekk­ert svar og greip því byssu sína og hleypti af einu skoti.

Lög­reglu­menn­irn­ir brugðust við með því að hleypa af fjöl­mörg­um skot­um. Seinna kom í ljós að lög­reglu­menn­irn­ir höfðu farið húsa­villt.

Atvikið vakti mikla reiði í Bandaríkjunum og víðar um heim, og brutust út fjölmenn mótmæli í kjölfarið.

mbl.is