Fjórir urðu fyrir eldingu við Hvíta húsið

Það getur verði varasamt að fara í göngutúr þegar að …
Það getur verði varasamt að fara í göngutúr þegar að eldingum slær niður. Mynd úr safni. AFP

Fjórir eru alvarlega slasaðir eftir að hafa orðið fyrir eldingu við Hvíta húsið í Washington höfuðborg Bandaríkjanna í dag. Fréttastofa BBC greinir frá þessu.

Tveir karlmenn og tvær konur voru á gangi um Lafayette-garð í höfuðborginni en á meðan geisaði mikið óveður. Þá laust niður eldingu við girðinguna utan um svæði Hvíta hússins og hæfði þau öll samtímis. 

Öll fjögur lífshættulega slösuð

Vegna nálægðar við Hvíta húsið voru fyrstir á vettvang meðlimir leyniþjónustu bandaríkjanna sem veittu þeim slösuðu skyndihjálp. 

Öll fjögur voru lífshættulega slösuð þegar að viðbragðsaðilar komu á vettvang og voru þau flutt með flýti á gjörgæslu á spítala í nágrenni við Hvíta húsið.

Enn er óvitað hvort tenging hafi verið milli einstaklinganna eða hvaða erindi þau höfðu úti í óveðrinu. Veðurstofa Bandaríkjanna var nýlega búin að gefa út viðvörun við eldingum á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert