Kína slítur samstarfi við Bandaríkin

Xi Jinping, forseti Kína.
Xi Jinping, forseti Kína. AFP/ Selim Chtayti

Yfirvöld í Kína slíta samstarfi við Bandaríkin í fjölda málum sem snúa m.a. að loftslagsbreytingum, aðgerðum sem sporna við eiturlyfjanotkun og hernaðarviðræðum. Þetta kemur í kjölfar heimsóknar Nancy Pelosi, forseta fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, til Taívan.

Kína og Bandaríkin gerðu með sér samkomulag á síðasta ári þar sem þjóðirnar hétu því að vinna gegn loftslagsbreytingum í sameiningu. Samkomulagið, ásamt öðrum, virðist því hafa runnið í sandinn þar sem samskipti þjóðanna stirðna sökum framangreindrar heimsóknar.

Frá því í gær hefur kínverski herinn skotið fjölda flugskeyta. Þá hefur Kína sent orrustuþotur og herskip á hafsvæði umhverfis eyjuna. Kína hyggst halda umræddum hernaðaræfingum áfram fram á miðjan sunnudag en yfirvöld þar á landi telja að æfingarnar séu nauðsynleg viðbrögð við heimsókn Pelosi.

Nancy Pelosi, forseti fulltrúardeildar Bandaríkjaþings.
Nancy Pelosi, forseti fulltrúardeildar Bandaríkjaþings. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert