Tel Aviv verði meðal skotmarka Palestínumanna

Palestínumenn syrgja Tayseer al-Jabari 'Abu Mahmud, en hann var háttsettur …
Palestínumenn syrgja Tayseer al-Jabari 'Abu Mahmud, en hann var háttsettur meðlimur vígsamtakanna Íslamskt ji­had. AFP/Mohammed Abed

Háttsettur meðlimur vígsamtakanna Íslamskt ji­had ( e. Palest­ini­an Islamic Ji­had) er meðal þeirra fimmtán sem létu lífið í loftárásum Ísraelshers á Gaza-svæðinu í dag.

Vígsamtökin hafa nú varað Ísraela við stríði. Leiðtogi þeirra segir borgina Tel Aviv vera meðal skotmarka þeirra. 

„Það verður ekkert vopnahlé eftir þessa sprengjuárás,“ sagði Ziad al-Nakhala, leiðtogi Íslamskt ji­had.

Palestínumenn hóta stríði.
Palestínumenn hóta stríði. AFP/Mohammed Abed

Palestínumenn segja fimm ára stúlku vera meðal þeirra látnu en Ísraelar halda því fram að fimmtán hermenn hafi látið lífið.

Í tilkynningu frá palestínsku hryðjuverkasamtökunum Hamas, sem hafa yfirráð yfir Gaza-svæðinu, segir að Ísraelar hafi framið nýjan glæp sem þeir verði að vera tilbúnir að gjalda fyrir.

Talið er að fimmtán hafi látið lífið.
Talið er að fimmtán hafi látið lífið. AFP/Mohammed Abed
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert