Tólf létu lífið þegar rúta hafnaði í skurði

Átján eru í alvarlegu ástandi.
Átján eru í alvarlegu ástandi. AFP/Damir Senar

Tólf pólskir ríkisborgarar létust og þrjátíu aðrir slösuðust þegar rúta sem var á leiðinni til Zagreb, höfuðborgar Króatíu, fór út af veginum og hafnaði í skurði.

Átján af þeim þrjátíu sem slösuðust eru í alvarlegu ástandi.

Ellefu létu lífið í slysinu.
Ellefu létu lífið í slysinu. AFP/Damir Senar

Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneyti Króatíu er rútan frá Póllandi.

Þá er talið að farþegarnir séu hópur pílagríma sem var á leiðinni til bæjarins Medjugorje í Bosníu og Hersegóvínu. 

mbl.is