32 Palestínumenn hafa látið lífið í átökunum

Sex börn eru meðal þeirra látnu.
Sex börn eru meðal þeirra látnu. AFP/Anas Baba

Alls hafa 31 Palestínumenn látið lífið í átökunum sem geisa nú á Gaza-svæðinu. Meðal þeirra látnu eru sex börn og tveir háttsettir einstaklingar innan víg­sam­takanna Íslamskt jí­had ( e. Palest­ini­an Islamic Ji­had).

BBC greinir frá.

Átök­in sem geisa nú á Gaza-svæðinu eru þau hörðustu í eitt ár.

Palestínumenn segja fleiri en 200 þeirra manna hafa særst í átökunum og saka Ísraeli um árásargirni.

Ísraelar segja Palestínumenn hafa skotið hátt í 600 eldflaugum og sprengjuvörpum á Ísrael síðan á föstudag. Segjast þeir hafa gripið til hernaðaraðgerða vegna mikillar ógnnar. Hefur ísraelski herinn varað við því að aðgerðin, sem hefur hlotið viðurnefnið Dagrenning (e. Breaking Dawn), geti staðið yfir í heila viku.

mbl.is