Ísraelar samþykkja vopnahlé á Gaza-svæðinu

Átökin byrjuðu á föstudaginn.
Átökin byrjuðu á föstudaginn. AFP/Said Khatib

Ísraelar hafa samþykkt vopnahlé á Gaza-svæðinu en enn er beðið eftir svari frá Palestínumönnum. Þetta herma heimildir fréttastofu AFP. 

Síðan átökin hófust á föstudaginn hafa 31 Palestínumenn látið lífið, meðal þeirra eru sex börn. Þá eru 275 særðir. 

Átök­in hafa verið þau hörðustu á svæðinu í eitt ár.

mbl.is