Frumvarp gegn loftslagsvánni samykkt

Joe Biden forseti Bandaríkjanna.
Joe Biden forseti Bandaríkjanna. AFP

Öldungadeild á bandaríska þinginu hefur samþykkt frumvarp sem miðar að því að draga úr lyfjakostnaði heimila í landinu auk þess að draga úr loftslagsáhrifum Bandaríkjanna um 40 prósent fyrir árið 2030, frá því sem var árið 2005. 

Með frumvarpinu er Medicare, opinbera sjúkratryggingakerfinu, heimilað að semja beint við framleiðendur um verð á lyfseðilsskyldum lyfjum. Þá verður einnig heimilt að setja tvö þúsund bandaríkjadala hámark á það sem sjúklingar þurfa að borga á hverju ári fyrir lyfseðilsskyld lyf á hverju ári. 

Löggjöfin felur í sér fjárfestingu sem nemur um 370 milljörðum bandaríkjadala. Hefur hún fengið viðurnefnið verðbólgulækkkjunarlöggjöfin. Frumvarpið var samþykkt eftir flokkslínum, með 51 atkvæði gegn 50.

Upprunalega frumvarpið var umfangsmeira og því um nokkuð útvatnaða útgáfu af því að ræða. Engu að síður þótti það mikilvægt fyrir demókrata að koma frumvarpinu í gegn fyrir næstu kosningar. 

mbl.is