Húsleit framkvæmd á heimili Trump-hjónanna

Trump neitaði þó að gefa upp ástæðu húsleitarinnar.
Trump neitaði þó að gefa upp ástæðu húsleitarinnar. AFP

Alríkislögreglan í Bandaríkjunum FBI hefur gefið út heimild til þess að framkalla húsleit á Mar-a-Lago setri Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í Palm Beach í Flórída. Þetta staðfesti forsetinn fyrrverandi í samtali við CNN.

Trump neitaði þó að gefa upp ástæðu húsleitarinnar og sagði hann fulltrúa FBI, sem voru þegar mættir heim til Trumps, hafa „meira að segja brotist inn í peningaskápinn“ hans.

„Fallega heimilið mitt, Mar-A-Lago er undir umsátri í þessum töluðu orðum,“ sagði Trump í yfirlýsingu þar sem hann talaði um „áhlaup“ og „innrás“ FBI-fulltrúanna, sem hann segir vera þó nokkra.

Trump var ekki staddur í Flórída þegar húsleitin átti sér stað. Hvorki dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna né Hvíta húsið hafa viljað tjá sig um leitina en enn er beðið eftir viðbrögðum Alríkislögreglunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina