Húsleit framkvæmd á heimili Trump-hjónanna

Trump neitaði þó að gefa upp ástæðu húsleitarinnar.
Trump neitaði þó að gefa upp ástæðu húsleitarinnar. AFP

Alríkislögreglan í Bandaríkjunum FBI hefur gefið út heimild til þess að framkalla húsleit á Mar-a-Lago setri Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í Palm Beach í Flórída. Þetta staðfesti forsetinn fyrrverandi í samtali við CNN.

Trump neitaði þó að gefa upp ástæðu húsleitarinnar og sagði hann fulltrúa FBI, sem voru þegar mættir heim til Trumps, hafa „meira að segja brotist inn í peningaskápinn“ hans.

„Fallega heimilið mitt, Mar-A-Lago er undir umsátri í þessum töluðu orðum,“ sagði Trump í yfirlýsingu þar sem hann talaði um „áhlaup“ og „innrás“ FBI-fulltrúanna, sem hann segir vera þó nokkra.

Trump var ekki staddur í Flórída þegar húsleitin átti sér stað. Hvorki dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna né Hvíta húsið hafa viljað tjá sig um leitina en enn er beðið eftir viðbrögðum Alríkislögreglunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert