Húsleitin tækifæri fyrir repúblikana

Sem dæmi nýtti Ronna McDaniel, sem situr í miðstjórn flokksins, …
Sem dæmi nýtti Ronna McDaniel, sem situr í miðstjórn flokksins, viðtal sitt við Fox News til að hvetja stuðningsmenn Trumps til að styrkja flokkinn fjárhagslega. AFP

Miðstjórn Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, RNC, hyggst notfæra sér þá reiði sem skapast hefur meðal stuðningsmanna Trumps eftir að alríkislögreglan framkvæmdi húsleit á heimili forsetans fyrrverandi í gærkvöldi.

Sem dæmi nýtti Ronna McDaniel, sem situr í miðstjórn flokksins, viðtal sitt við Fox News til að hvetja stuðningsmenn Trumps til að styrkja flokkinn fjárhagslega.

„Við þurfum að setjast við stjórnvölinn aftur. Eina leiðin til að stöðva þau er með því að sigra bæði í öldunga- og fulltrúadeildinni,“ sagði hún og bætti við:

„Til þeirra sem eru að hlusta: Þið þurfið að taka þátt.“

mbl.is