Sprengingar í grennd við rússneska flugstöð

Mynd af rússneskum hermönumm á Krímskaga. Í mars 2014 ákvað …
Mynd af rússneskum hermönumm á Krímskaga. Í mars 2014 ákvað Rússland að taka yfir skagann. AFP/Stringer

Yfirvöld í Rússlandi hafa staðfest að sprengingar hafi orðið í grennd við flugstöð rússneska hersins við borgina Novófedórivka á Krímskaga

Að sögn sjónarvotta heyrðust háværar sprengingar koma frá svæði í grennd við flugstöðina og í kjölfarið reis upp svartur reykmökkur.

Rússneska varnarmálaráðuneytið segir engan hafa slasast.

Samkvæmt heimildum Reuters heyrðust að minnsta kosti tólf sprengingar um klukkan 15.30 að staðartíma í dag. Þrjár voru nokkuð stórar og fylgdu þeim mikill reykur og blossar.

Fréttin uppfærð klukkan 15.20

Samkvæmt yfirlýsingu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu urðu sprengingarnar í skotfærageymslu á svæðinu sem sprakk í loft upp.

Ferðamenn, staddir á strönd nálægt Krímskaga, náðu sprengingunum á myndskeið:

mbl.is