Tvö flutningaskip til viðbótar yfirgefa Úkraínu

Mynd af þeim skipum sem yfirgáfu hafnir Úkraínu í gær.
Mynd af þeim skipum sem yfirgáfu hafnir Úkraínu í gær. AFP/Oleksandr Gimanov

Tvö flutningaskip hlaðin korni lögðu úr höfn í Úkraínu í dag. Skip­in sigldu frá Tsjornómorsk-höfn með samanlagt 70 þúsund tonn af landbúnaðarvörum um borð, samkvæmt yfirlýsingu frá úkraínska innviðaráðuneytinu.

Þar sagði einnig að skipin tvö væru annars vegar á leið til Tyrklands með ríflega fimm þúsund tonn af varningi, og hins vegar á leið til Suður-Kóreu með 65 þúsund tonn af korni.

Alls hafa 12 skip haldið af stað úr þremur mismunandi höfnum í Úkraínu við Svartahafið eftir að samkomulag náðist um útflutning á korni milli Rússlands og Úkraínu. Sameinuðu þjóðirnar og Tyrkland leiddu viðræðurnar.

Stöðva þurfti útflutning á korni frá Úkraínu vegna stríðsins í landinu. Von­ast er til að samn­ing­ur­inn dragi úr alþjóðlegri mat­vælakreppu og lækki verð á korni en hindr­un á út­flutn­ingi korns frá Úkraínu hef­ur valdið því að verð á meðal ann­ars brauði, pasta, matarol­íu og áburði hef­ur hækkað.

mbl.is