Flytja inn korn frá Úkraínu með lest

Lestin kemur til Barcelona í byrjun september. Mynd úr safni.
Lestin kemur til Barcelona í byrjun september. Mynd úr safni. Wikipedia

Stjórnvöld á Spáni hafa ákveðið að flytja inn korn frá Úkraínu með lest til að kanna möguleikann á lestarflutningum á meðan takmarkanir eru á sjóleiðum vegna stríðsins.

Renfe flutningalest, sem samanstendur af 25 gámum, fór frá Madríd seint í gær og heldur til pólska bæjarins Chelm nálægt landamærum Úkraínu. Lestin kemur svo til Barcelona í byrjun september, hlaðin 600 tonnum af korni.

Í yfirlýsingu frá samgönguráðuneyti Spánar segir að um tilraunaverkefni sé að ræða til að sýna fram á tæknilega og efnahagslega hagkvæmni þess að flytja korn með þessum hætti. Gámarnir eru sérstaklega búnir fyrir kornflutning.

mbl.is