Gæti átt yfir höfði sér 10 ára fangelsi

Donald Trump er grunaður um að hafa brotið gegn samþykkt …
Donald Trump er grunaður um að hafa brotið gegn samþykkt um njósnaaðgerðir. AFP

Húsleit sem Bandaríska alríkislögreglan (FBI) framkvæmdi á heimili Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var meðal annars framkvæmd á grundvelli samþykktar um njósnaaðgerðir, frá árinu 1917. 

Uppljóstrarar hafa iðulega verið sóttir til saka á þessum lagagrundvelli, þar á meðal Julian Assange, stofnandi Wikileaks. 

Trump gæti átt yfir höfði sér tíu ára fangelsi vegna meintra brota hans sem eru nú til rannsóknar, að því er The Guardian greinir frá

Óljóst hvort gögnin varði kjarnorkuvopn

Þar segir að enn sé óljóst hvort gögnin hafi fjallað um kjarnorkuvopn en ljóst sé að varðveisla Trump á þeim ógni þjóðaröryggi.

Dómstóll í Flórída úrskurðaði á föstudag að húsleitarheimild FBI, sem telur sjö blaðsíður, yrði birt.

Húsleitarheimildin, sem bandarískir dómstólar úrskurðuðu að yrði birt.
Húsleitarheimildin, sem bandarískir dómstólar úrskurðuðu að yrði birt.

Fjarlægði lögregla um 20 kassa af skjöl­um, þar af sum sem merkt voru sem há­leyni­leg, ljós­mynda­al­búm, handskrifuð bréf og náðun­ar­bréf Trumps fyr­ir Roger Stone, þegar hún fram­kvæmdi hús­leit á vetrarheimili forsetans í Mar-a-Lago á mánu­dag­inn.

Geymdi gögnin áfram eftir að hann hætti

Gögnin falla mörg hver undir háleynileg gögn og mæla lög fyrir um að þau skuli einungis geymd á stað sem uppfyllir öryggiskröfur stjórnvalda; slíkur staður var á heimili forsetans fyrrverandi í Mar-a-Lago á meðan hann sat í embætti, áður en Biden tók við í janúar 2021.

Á heimilinu var að finna fimm söfn af háleynilegum skjölum, þrjú söfn leynilegra skjala og þrjú skjalasöfn sem falla undir trúnaðargögn, þar á meðal upplýsingar um Emmanuel Macron Frakklandsforseta. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert