Á fimmta tug lést í eldsvoða

Mostafa Madbouli, forsætisráðherra Egyptalands (fyrir miðju myndarinnar), í rústum Abu …
Mostafa Madbouli, forsætisráðherra Egyptalands (fyrir miðju myndarinnar), í rústum Abu Sifin kirkjunnar í dag. AFP/Forsætisráðuneyti Egyptalands

41 manns dó í eldsvoða í Abu Sifin kirkjunni í Kaíró í Egyptalandi í dag. Til viðbótar eru 14 manns slasaðir. 

Talið er að eldurinn hafi komið upp vegna rafmagnsbilunar í kirkjunni sem er staðsett í Imbaba-hverfinu vestan við ána Níl í Kaíró.

Kirkjugestir voru í miðri sunnudagsmessu þegar eldurinn braust út. Þeir þurftu að stökkva út um glugga kirkjunnar á meðan vegfarendur börðust við eldinn og reyndu að bjarga börnum úr eldsvoðanum.

Sjónarvottur sagði í samtali við fréttastofu AFP að það hafi tekið slökkviliðið um klukkutíma að koma á vettvang þrátt fyrir að frá slökkvistöðinni að kirkjunni sé um fimm mínútna akstur.

mbl.is