Hleypti af skotum á flugvelli í Canberra

Lögregla við inngan flugvallarins í Canberra.
Lögregla við inngan flugvallarins í Canberra. AFP

Maður sem hleypti af um fimm skotum á flugvelli í Canberra, höfuðborg Ástralíu, er í haldi lögreglu. Enginn særðist í skotárásinni. 

Maðurinn fór inn um inngang flugstöðvarinnar síðdegis á staðartíma og sat nærri gluggum byggingarinnar greindi Dave Craft, starfandi aðstoðaryfirlögregluþjónn, frá.

Árásarmaðurinn beið í um fimm mínútur áður en hann tók upp byssu og hleypti um fimm skotum af.

Flugvöllurinn var rýmdur og öllum flugferðum frestað. Síðar um daginn var hann þó opnaður aftur. 

Craft sagði að maðurinn hafi skotið á rúður byggingarinnar. Hann hafi því ekki miðað að farþegum eða starfsfólki. Mikil skelfing greip þó um sig. 

Óljóst er hvað manninum stóð til. 

Skemmdir eftir skotin eru sjáanleg á glerframhlið flugstöðvarinnar.
Skemmdir eftir skotin eru sjáanleg á glerframhlið flugstöðvarinnar. AFP
mbl.is