Myndskeið: Drunur reyndust vera loftsteinn

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. REUTERS/Gerardo Garcia

Íbúar í Utah-ríki og suðurhluta Idaho-ríki í Bandaríkjunum heyrðu háar drunur í gærmorgun sem reyndist vera loftsteinn. 

CBC News greinir frá þessu en margir deildu myndskeiðum af hvellinum á samfélagsmiðlum. 

Veðurstofa Bandaríkjanna staðfesti að um loftsteinn hafi verið að ræða en hvellurinn heyrðist um hálf níu í gærmorgun. 
mbl.is