Rushdie úr öndunarvél og getur tjáð sig

Bresk-ind­verski rit­höf­und­inn Salm­an Rus­hdie.
Bresk-ind­verski rit­höf­und­inn Salm­an Rus­hdie. AFP/Charly Triballeau

Bresk-ind­verski rit­höf­und­urinn Salm­an Rus­hdie er kominn úr öndunarvél eftir að hafa verið stunginn margsinnis á sviði í New York-ríki í Bandaríkjunum á föstudag. 

BBC greinir frá því að Rushdie geti nú tjáð sig en Andrew Wylie, umboðsmaður Rus­hdies, sagði á föstudag að allar líkur væru á að Rushdie myndi missa annað augað.

Árásarmaðurinn heitir Hadi Matar og er 24 ára gamall. Hann er nú í haldi lögreglu fyrir að hafa stungið Rushdie oftar en tíu sinnum. Matar neitar hins vegar sök en hann fæst ekki látinn laus gegn tryggingu. 

Rus­hdie hef­ur mátt þola líf­láts­hót­an­ir af hálfu íslam­ista í rúma þrjá ára­tugi eft­ir að Khomeini, þáver­andi erkiklerk­ur Írans, lýsti yfir dauðadómi á hend­ur hon­um fyr­ir bók­ina Söngva Satans.

Hér má sjá myndskeið sem tekið var stuttu eftir að árásin átti sér stað.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert