Þriggja daga þjóðarsorg vegna skotárásar

Maðurinn gekk húsa á milli og skaut bæjarbúa.
Maðurinn gekk húsa á milli og skaut bæjarbúa. AFP

Tíu einstaklingar létu lífið í skotárás í Svartfjallalandi á föstudag. Árásin átti sér stað um hábjartan dag í kyrrláta bænum Cetinje. Forsætisráðherra Svartfjallalands hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg og segir atvikið fordæmalaust, sé litið til sögu Svartfjallalands.  

Að sögn ríkissaksóknara Svartfjallalands, var byssumaðurinn sjálfur tekinn af lífi af óbreyttum borgara sem átti leið hjá. 

Skotárásin braust út í kjölfar meints rifrildis. Eftir að til átaka kom gekk byssumaðurinn svo húsa á milli með skotvopn sitt og myrti hann meðal annars móður og tvö lítil börn, í húsi sem var í hans eigu. 

Til viðbótar við þá tíu sem létu lífið særðust sex einstaklingar. Þar af voru þrír alvarlega særðir. 

Rólyndur fjölskyldumaður

Maðurinn braust inn í sex hús í bænum. Hann var 34 ára og hefur verið lýst sem rólyndum fjölskyldumanni. Hann starfaði í þjóðgarði í grennd við bæinn og var í veiðifélagi með nokkrum bæjarbúum. 

Í Celinje búa 14.000 manns. fyrstu viðbrögð þar voru ákveðin vantrú en nú hefur sorgin tekið yfir, að sögn útvarpsstjóra í bænum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert