Bílar féllu í á eftir að brú hrundi í Noregi

Tvö ökutæki féllu í ána.
Tvö ökutæki féllu í ána. Geir Olsen / NTB / AFP

Nýleg viðarbrú hrundi í suðurhluta Noregs í morgun. Í kjölfarið féllu tveir bílar í ána Gudbrandsdalslågen.

Brúin er nýleg, en hún var vígð árið 2018. Var hún 148 metra löng og 10 metrar á breidd.

Ekki liggur fyrir hvort einhverjir séu slasaðir en viðbragðsaðilar voru sendir á vettvang.

mbl.is