Vara við auknu ofbeldi eftir húsleit hjá Trump

Þáverandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, 27. október árið 2020.
Þáverandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, 27. október árið 2020. AFP/Brendan Smialowski

Yfirvöld í Bandaríkjunum vara við auknu ofbeldi í garð löggæsluaðila í kjölfar leitar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) á heimili fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Donalds Trumps, í Flórída. BBC greinir frá.

FBI og heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna sendu á föstudaginn minnisblað til löggæsluaðila í landinu þar sem hótununum var lýst. Sumar hótanir hafi „skilgreint ítarlega möguleg skotmörk, herkænsku og vopnaval.“

Í minnisblaðinu kemur fram að brynklæddur maður hafi verið skotinn til bana af lögreglu eftir að hann reyndi að brjótast inn í svæðisskrifstofu FBI í Cincinnati í Ohio. Sama dag hafi maðurinn sagt á Truth Social, samfélagsmiðli Donalds Trumps, að hann hafi ætlað sér að drepa alríkislögreglumenn.

mbl.is