Forsetafrúin komin með Covid

Forsetafrúin var í fríi í Suður-Karólínu er hún greindist með …
Forsetafrúin var í fríi í Suður-Karólínu er hún greindist með veiruna Covid-19. AFP/Nicholas Kamm

Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, er komin með Covid-19. Einkenni hennar eru væg en þetta kemur fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu í dag.

Tvær vikur eru liðnar frá því að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna og eiginmaður Jill, greindist með veiruna, þá í annað skiptið.

Fann fyrir einkennum í gærkvöldi

Forsetafrúin greindist neikvæð á prófi í gær en þróaði með sér “flensulík einkenni seinna um kvöldið,“ segir Elizabeth Alexander, samskiptastjóri Jill Biden, í yfirlýsingu.

„Hraðpróf reyndist neikvætt en nákvæmara PCR próf reyndist jákvætt,“ bætir Alexander við.

Forsetafrúin hefur fengið uppáskrifað lyfið Paxlovid og mun gangast undir fimm daga einangrun. „Hún er tvíbólusett, hefur hlotið tvo örvunarskammta og finnur aðeins fyrir vægum einkennum,“ sagði Alexander að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert