Sakar Bandaríkin um að lengja átökin í Úkraínu

Rússlandsforseti er ekki sáttur með bandarísk stjórnvöld.
Rússlandsforseti er ekki sáttur með bandarísk stjórnvöld. Mikhail Klimentyev / Sputnik / AFP

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sakar Bandaríkin um að reyna lengja stríðið í Úkraínu og kynda undir frekari átök annarsstaðar í heiminum.

„Ástandið í Úkraínu sýnir að Bandaríkin eru að reyna að lengja þessi átök. Og þeir starfa á nákvæmlega sama hátt og ýta undir möguleika á átökum í Asíu, Afríku og Rómönsku Ameríku,“ sagði Pútín í ávarpi sínu á öryggisráðstefnu í Moskvu, höfuðborg Rússlands. 

„Ævintýri Bandaríkjanna í tengslum við Taívan er ekki bara ferð eins óábyrgs stjórnmálamanns, heldur hluti af markvissri stefnu Bandaríkjanna að gera ástandið á svæðinu og í heiminum óreiðukennt,“ bætti hann við.

Vísar hann þar til heimsóknar Nancy Pe­losi, for­seta full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings, til Taívan. Kínversk yfirvöld voru ekki sátt með heimsóknina og hafa meðal annars hafið heræfingar við Taívan.

Sagði Pútín heimsóknina einnig virðingarleysi fyrir fullveldi annarra þjóða og fyrir alþjóðlegum skuldbindingum Bandaríkjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert