Takmarkanir framlengdar á Heathrow

Takmarkanir hafa verið í gildi er varða fjölda farþega sem …
Takmarkanir hafa verið í gildi er varða fjölda farþega sem má fljúga í burtu frá Heathrow flugvelli, og verða áfram. AFP/Damien Meyer

Fjöldi farþega sem getur flogið frá Heathrow-flugvell­i í London í Bretlandi dag hvern yfir sum­ar­mánuðina var takmarkaður við 100.000 manns en það eru 4.000 færri en áætlað var.

Fyrirkomulagið var kynnt í júlí og átti að vera í gildi til 11. september. Í tilkynningu frá flugvellinum segir að nú sé búið að framlengja takmörkununum til 29. október.

BBC vitnar í Ross Baker, viðskiptastjóra Heatrow flugvallar:

„Okkar megin áhyggjuefni er að tryggja farþegum okkar áreiðanlega þjónustu þegar þeir ferðast. Við viljum hætta takmörkunum eins fljótt og hægt er, en við getum bara gert það þegar við erum viss um að allir sem starfa á flugvellinum hafi úrræði til þess að bjóða farþegum okkar þá þjónustu sem þeir eiga skilið.“

mbl.is