Liz Cheney laut í lægra haldi

Liz Cheney hefur leitt rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings sem hefur mál Trumps …
Liz Cheney hefur leitt rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings sem hefur mál Trumps til meðferðar. AFP

Liz Cheney, þingmaður Repúblikana sem hefur verið harðorð og gagnrýnin í garð Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur viðurkennt ósigur sinn og mun ekki verða frambjóðandi flokksins í Wyoming-ríki. 

Kosningar fóru fram í gær og nú er ljóst að Cheney hefur lotið í lægra haldi fyrir Harriet Hegeman, sem Donald Trump hefur stutt við í gegnum kosningabaráttun. 

Úrslitin lágu ljós fyrir eftir að helmingur atkvæða hafði verið talinn, en þá hafði Harriet fengið um tvo þriðju hluta þeirra. 

Cheney er meðal þeirra sem leiða rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings um þessar mundir, sem hefur til meðferðar mál Donalds Trumps. Fyrir það hefur hún hlotið bágt fyrir meðal stuðningsmanna Trumps innan Repúblikaflokksins. 

mbl.is