Lík tveggja barna fundust í ferðatöskum

Ferðatöskurnar voru jafn stórar og höfðu verið keyptar ásamt samansafni …
Ferðatöskurnar voru jafn stórar og höfðu verið keyptar ásamt samansafni af öðrum munum á uppboði. Eggert Jóhannesson

Líkamsleifar tveggja ungra barna fundust í ferðatöskum sem voru á uppboði í Nýja Sjálandi. Lögregla þar í landi greindi frá málinu á blaðamannafundi og kveðst staðráðin í því að finna þá sem ábyrgð bera á dauða barnanna. 

Rannsókn hefur leitt í ljós að börnin hafi verið á bilinu fimm til tíu ára gömul þegar þau dóu,en líkin eru talin hafa verið í geymslu í dágóðan tíma.

Grunlaus fjölskylda hafði keypt töskurnar

Grunlaus fjölskylda keypti heila kerru fulla af hlutum sem höfðu verið á uppboði. Töskurnar voru meðal þeirra hluta og fjölskyldan fann því líkin þegar hún var að fara í gegnum það sem hafði verið keypt. 

Lögreglan segir fjölskylduna ekki liggja undir grun, en sé skiljanlega í miklu áfalli vegna uppgötvunarinnar. Þeim verður veitt áfallahjálp vegna þessa. 

Reyna að bera kennsl á börnin

Lögreglan segir erfitt að leysa úr máli sem þessu, þar sem ljós er að nokkur ár séu liðin. Notast verður við muni sem fengust með ferðatöskunum til þess að reyna að bera kennsl á börnin. 

Þá er einnig verið að skoða myndefni í öryggismyndavélum, en bundnar eru takmarkaðar vonir við árangur þess. 

mbl.is