Tuttugu og einn látinn eftir sprengingu í mosku

Rúmlega tuttugu létu lífið.
Rúmlega tuttugu létu lífið. AFP/Wakil Kohsar

Að minnsta kosti tuttugu og einn hefur látið lífið eftir sprengingu í mosku í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag. Aðrir þrjátíu og þrír eru særðir.

Sprengingin átti sér stað á meðan kvöldbænum stóð í moskunni.

Lögreglan í Kabúl segir að sprengjum hafi verið komið fyrir inn í moskunni en enn er óljóst hver stóð að baki árásinni.

mbl.is
Loka