Berjast við skógarelda á Spáni

Slökkviliðsmenn hafa átt erfitt með að ráða niðurlögum skógarelda sem hafa geisað í sveitarfélaginu Alcublas í austurhluta Spánar.

Þó nokkrir eldar hafa logað á meira en 10 þúsund hektara svæði og fyrir vikið hafa um 1.500 manns þurft að yfirgefa heimili sín.

mbl.is