Maður látinn eftir skotárásina í Malmö

Mikill viðbúnaður var fyrir utan Emporia-verslunarmiðstöðinni í Malmö í dag.
Mikill viðbúnaður var fyrir utan Emporia-verslunarmiðstöðinni í Malmö í dag. AFP/Johan Nilsson

Maður, sem var fluttur særður á sjúkrahús í kjölfar skotárásar í Emporia-verslunarmiðstöðinni í Malmö í Svíþjóð í dag, er nú látinn. Kona sem særðist einnig í árásinni er enn á sjúkrahúsi.

Lögreglan í Malmö sagðist vera búin að handtaka árásarmanninn og telur ekki að um hryðjuverk hafi verið að ræða heldur „einangrað atvik tengt hópum glæpamanna“.

Auður Elín Sig­urðardótt­ir, starfsmaður í versl­un á fyrstu hæð í versl­un­ar­miðstöðinni, heyrði fjóra til fimm skot­hvelli skömmu áður en fólk kom hljóðandi inn í versl­un­ina til henn­ar síðdeg­is í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert