Þrír ákærðir í tengslum við morðið á Bulger

Bulger var myrtur árið 2018.
Bulger var myrtur árið 2018. US Marshals Service / AFP

Þrír karlmenn hafa verið ákærðir í tengslum við morðið á glæpamanninum James „Whitey“ Bulger í Boston árið 2018.

Talið er að Bulger hafi verið barinn til bana í fangelsi í Vestur-Virginíu.

Fotios „Freddy“ Geas, Paul „Pauly“ DeCologero og Sean McKinnon eru hinir ákærðu. Voru þeir fangar í sama fangelsi og Bulger.

Tveir voru enn í fangelsi

Geas og DeCologero hafa verið ákærðir fyrir líkamsárás og fyrir að hafa aðstoðað við morð. Þá er Geas einnig ákærður fyrir morð á alríkisfanga sem afplánar lífstíðarfangelsi.

McKinnon, sem var í alríkiseftirliti og var handtekinn í Flórída í gær, er ákærður fyrir að hafa gefið rangar upplýsingar til alríkisfulltrúa. 

Geas og DeCologero voru enn í fangelsi þegar ákæran var gefin út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert