Sagt upp vegna viðbragða við skotárás

Fórnarlamba skotárásarinnar minnst.
Fórnarlamba skotárásarinnar minnst. AFP/Jordan Vonderhaar/Getty Images

Lögreglustjóranum sem hafði yfirumsjón með viðbrögðum við skotárás í skóla í borginni Uvalde í bandaríska ríkinu Texas hefur verið sagt upp störfum.

19 börn og tveir kennarar létust í árásinni.

Áður hafði öryggisstjóri ríkisins sagt að Pete Arredondo hafi ekki for­gangsraðað björg­un sak­lausra borg­ara fram yfir öryggi lögreglumanna. Einnig sagði hann að Arredondo hafi tekið „hræðilegar ákvarðanir“ þegar hann hafði umsjón með vettvangi glæpsins.

Lögreglan í borginni hefur verið undir miklum þrýstingi eftir að í ljós kom að á annan tug lögreglumanna beið í yfir klukkustund fyrir utan skólastofurnar þar sem árásin var gerð og gerðu ekkert á meðan börn lágu þar inni látin eða illa særð.

mbl.is