Varnarmálaráðherra Rússlands ýtt til hliðar

Sergei Shoigu varnarmálaráðherra og Vladimir Pútín Rússlandsforseti.
Sergei Shoigu varnarmálaráðherra og Vladimir Pútín Rússlandsforseti. AFP

Varnarmálaráðherra Rússlands, Sergei Shoigu, hefur verið ýtt til hliðar, að því er breska leyniþjónustan greinir frá og er Vladimír Pútín, forseti Rússlands, nú upplýstur um gang stríðsins í Úkraínu beint frá herforingjum, án milligöngu varnarmálaráðuneytisins.

Í samantekt um stöðu mála í Úkraínu kemur fram að vegna þeirra vandamála sem Rússland stendur frammi fyrir í stríðinu hafi ráðherranum verið ýtt til hliðar, og er vísað í rússneska miðla.

Segir einnig að rússneskir herforingjar og hermenn með mikla reynslu gagnrýni Shoigu reglulega vegna árangurslausrar forystu hans í stríðinu. Því hefur verið haldið fram að hann skorti þá hernaðarreynslu sem þurfi til að geta stjórnað slíku stríði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert