Krefjast 24 ára fangelsis

Safronov í dómsal í morgun.
Safronov í dómsal í morgun. AFP

Rússneskir saksóknarar krefjast 24 ára fangelsisdóms yfir blaðamanninum fyrrverandi, Ivan Safronov.

Hann er ákærður fyrir landráð og er sagður hafa látið öðrum í té ríkisleyndarmál, að sögn rússneskra fréttastofa.

Sjálfstæðir fjölmiðlar í Rússlandi og almenn félagasamtök hafa átt undir högg að sækja í Rússlandi, sérstaklega eftir að innrásin í Úkraínu hófst í febrúar.

Safronov, sem er 32 ára, starfaði í mörg ár hjá viðskiptablöðunum Kommersant og Vedomosti og var einn virtasti blaðamaður landins en hann skrifaði um varnarmál.

Hann var handtekinn árið 2020 eftir að hafa hætt í blaðamennskunni til að starfa sem ráðgjafi yfirmanns rússnesku geimferðastofunarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert