Mannfólkið vanmeti saur sinn

Úr fötunni er hvolft í safnhaug þar sem saurinn gerjast …
Úr fötunni er hvolft í safnhaug þar sem saurinn gerjast ásamt laufblöðum og öðrum lífrænum úrgangi. Úr því verður til næringarríkur áburður sem Perez notar til þess að rækta ávexti. AFP

Manuel Perez, bóndi í Finca Gaia, í Suður Ameríku, útbjó umhverfisvænt klósett sem virkar þannig að notandi þess hefur hægðir sínar í fötu og stráir svo viðarflísum yfir. 

Annars vegar var markmiðið með þessu að komast hjá því að leggja lagnir sem kæmu til með að setja skóglendið í kringum heimilið í uppnám. Hins vegar hefur hann komist að þeirri niðurstöðu að úrgangur manna sé hinn fullkomni áburður, sem rétt sé að skila aftur til jarðarinnar.

Úr fötunni er hvolft í safnhaug þar sem saurinn gerjast ásamt laufblöðum og öðrum lífrænum úrgangi. Úr því verður til næringarríkur áburður sem Perez notar til þess að rækta ávexti.

Mannfólk í villu þegar kemur að úrgangi

„Við mannfólk höfum verið í algerri villu þegar kemur að úrgangi okkar. Hann er frábær áburður fullur af næringarefnum. Hvers vegna erum við að sóa honum þegar við gætum verið að nýta hann til þess að rækta ávaxtatré?,“ spyr Perez, en BBC ræddi við hann.

Í greininni er tekið undir það með Perez að úrgangur mannfólks sé næringarríkur áburður sem geti reynst plöntum vel. Þá er einnig bent á að með því að nýta hann væri hægt að spara vatn sem í dag fer í að sturta úrganginum niður og koma honum burt.

Með því að bera mannasaur á jarðveg má draga úr noktun á sérútbúnum áburði, sem skolast auðveldlega burt og berst í ár og læki.  Framleiðsla á slíkum efnum krefst mikils eldsneytis, en um 1,8 prósent af koltvíoxíðlosun heimsins stafar af framleiðslu á áburði.

Ónáttúruleg dreifing næringarefna

Endurvinnsla úrgangs hefur hlotið aukna viðurkenningu að undanförnu, en margir benda á að hringrásarhreinsun sé í raun hreinlegri en það sem við erum að gera í dag.

Þá er bent á að það sé óæskilegt að við neytum matar sem ræktaður er í einu heimshorni, en skilum svo af okkur úrgangi á allt öðrum stað. Þannig séum við að grípa fram fyrir hendur náttúrunnar og dreifa næringarefnunum með ónáttúrulegum hætti.

Næringarefnin berist á ranga staði og valdi stökkbreytingum á plöntum og dýrum annars staðar í heiminum. Til að mynda hafi orðið til eitraðir þörungar sem valdi útdauða tiltekinna fiskitegunda.

Þróa umhverfisvæn klósett í þéttbýli

Fyrirtæki frá San Fransisco, sem ber heitið Epic Cleantec, hefur þróað klósett fyrir íbúðarhús sem virkar þannig að íbúar sturta úrganginum niður.

Úrganginum er svo safnað saman og setttur í gegnum síu, látinn gerjast með öðrum náttúrulegum efnum sem draga úr lykt og flýta fyrir ferlinu. Þá er úrgangurinn þurrkaður og hann síðan borin á tún í nærliggjandi sveit, þar sem kýr eru á beit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert