Bandaríkin veita Úkraínu 280 milljarða króna lán

Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu.
Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu. AFP/Andre Pain

Bandaríkin samþykktu í dag að veita Úkraínu og nágrannaþjóðum lán og styrki upp á tvær billjónir Bandaríkjadala en það jafngildir rúmlega 280 milljörðum íslenskra króna.

Fjárhagsaðstoðin er veitt í því skyni að löndin geti keypt hernaðarvopn frá Bandaríkjunum, en þetta segir utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. 

„Til að efla öryggi Úkraínu og átján nágrannaþjóða, þar á meðal bandamanna okkar í Atlantshafsbandalaginu og annarra öryggissvæða sem eru í hættu vegna árása Rússa.“

Er þessi upphæð frá fjármáladeild utanríkisráðuneytisins viðbót við þá 675 milljón dali sem Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, tilkynnti fyrr í dag að hefðu verið veittir Úkraínu.

Bandaríkjastjórn hafði þegar tekið ákvörðun um að veita Úkraínu og nágrannaþjóðum fjórar billjónir dala í lán og styrki á síðasta fjárhagsári sem lauk í júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert