Þessi lönd misstu þjóðhöfðingja sinn

54 lönd eru í Samveldinu.
54 lönd eru í Samveldinu. AFP

Þjóðarsorg ríkir í Bretlandi eftir andlát Elísabetar II. Bretadrottningar, auk þess sem margir þjóðhöfðingjar og ráðamenn í hinum vestræna heimi og víðar hafa vottað konungsfjölskyldunni og bresku þjóðinni samúð sína.

Bretland er þó ekki eina landið sem missti í dag sinn þjóðhöfðingja, þar sem Elísabet var einnig drottning yfir fjölda ríkja sem hafa lengi vel verið hluti af Samveldinu (e. Commonwealth), en svo nefnast samtök ríkja sem eitt sinn heyrðu undir Breska heimsveldið.

Þegar Elísabet tók við embætti árið 1952 varð hún sjálfkrafa drottning Ástralíu, Kanada, Nýja-Sjálands, Suður-Afríku, Pakistan og hinnar bresku nýlendu Ceylon, sem síðar varð Srí Lanka.

Mikið gekk á í valdatíð hennar og margt sem breyttist. Eitt af því var samband hennar við mörg ríki Samveldisins.

Þó voru enn ríki sem kusu að hafa drottninguna, og þau sem kynnu að verða arftakar hennar, sem sinn eigin þjóðhöfðingja sem sameiningartákn.

Rík­in sem misstu þjóðhöfðingj­ann sinn í dag eru alls 15 tals­ins að Bretlandi meðtöldu, en Elísa­bet var einnig drottn­ing Ástr­al­íu, Kan­ada, Nýja-Sjá­lands, Grenada, Papúa Nýju-Gín­eu, Bahama-eyja, Jamaíku, Sankti Kitts og Nevis, Sankti Lús­íu, Sankti Vin­sent og Gren­adín­u, Túvalú, Salómon­eyja, Belís og An­tígva og Barbúda.

Verður hinn nýi konungur Bretlands, Karl III., því nýr þjóðhöfðingi þeirra ríkja, kjósi þau að samþykkja hann.

Karl III. Bretakonungur, í opinberri heimsókn til Indlands árið 2013, …
Karl III. Bretakonungur, í opinberri heimsókn til Indlands árið 2013, þá Bretaprins. Kona hans Kamilla var þá hertogaynja, en er nú orðin drottning. AFP

Öll 54 lönd Samveldisins eru eftirfarandi:

Evrópa, Norður-Ameríka og Asía

Í Norður-Ameríku er Kanada eina landið sem hluti er af Samveldinu og í Evrópu eru það löndin Kýpur og Malta.

Asíulöndin Bangladess, Brúnei, Indland, Malasía, Maldív-eyjar, Pakistan, Singapúr og Srí Lanka eru hluti af því einnig.

Elísabet ásamt Malölu Yousafzai árið 2014. Aktívistinn Malala, sem þá …
Elísabet ásamt Malölu Yousafzai árið 2014. Aktívistinn Malala, sem þá var 17 ára, varð þá yngsti Nóbelsverðlaunahafi sögunnar, og annar Pakistaninn til að hljóta verðlaunin. AFP

Suður-Ameríka og Karíbahafið

Í Suður-Ameríku og við Karíbahaf tengdist drottningin sterkum böndum við Antígvu og Barbúda, Bahama-eyjar, Barbados, Belís, Dóminíku, Grenada, Gvæjönu, Jamaíku, Sankti Lúsíu, Sankti Kitts og Nevis, Sankti Vinsent og Gren­adín­ur, og Trínidad og Tóbagó, í gegn um Samveldið.

Elísabet Bretadrottning árið 1995 ásamt Nelson Mandela sem þá var …
Elísabet Bretadrottning árið 1995 ásamt Nelson Mandela sem þá var forseti Suður-Afríku. AFP

Afríka

Í Afríku heyrði fjöldi landa undir krúnuna á árum áður. Þrátt fyrir að mörg hver hafi lýst yfir sjálfstæði eru Botsvana, Kamerún, Gabon, Gambía, Gana, Kenía, Esvatíní, Lesótó, Malaví, Máritíus, Mósambík, Namibía, Nígería, Rúanda, Sambía, Seychelle-eyjar, Síerra Leóne, Suður-Afríka, Tógó, Úganda og Tansanía, enn hluti af Samveldinu.

Eyjaálfa

Í Eyjaálfu eru það svo Ástralía, Nýja-Sjáland, Túvalú, Salómonseyjar, Papúa Nýju-Gínea, Fídjí, Kíribatí, Naúrú, Papúa Nýja-Gínea, Samóa, Tonga og Vanúatú.

Karl III. er nú konungur Bretlands og breska samveldisins.
Karl III. er nú konungur Bretlands og breska samveldisins. AFP
Kanadíski fáninn var dreginn niður í hálfa stöng í dag.
Kanadíski fáninn var dreginn niður í hálfa stöng í dag. AFP
Breski fáninn yfir Buckingham-höll í dag.
Breski fáninn yfir Buckingham-höll í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert