Heitir því að fylgja fordæmi móður sinnar

Karl III var lýstur konungur Bretlands í dag.
Karl III var lýstur konungur Bretlands í dag. AFP/Jonathan Brady

Karl III var lýstur konungur Bretlands við virðulega athöfn í St. James höll fyrr í dag. Lofaði hann að helga því sem eftir er ævinnar í að þjóna sem konungur.

Arftakaráð kom saman í höllinni klukkan níu í morgun og var yfirlýsing lesin af svölunum klukkutíma síðar. Þjóðsöngurinn var sunginn og hrópað þrefalt húrra fyrir nýjum konungi. Þá var það einnig staðfest að dagur útfarar Elísabetar drottningar yrði almennur frídagur í Bretlandi.

Konungurinn sjálfur var viðstaddur síðari hluta athafnarinnar og lýsti því yfir að það væri hans skylda að tilkynna andlát móður sinnar og vottaði henni virðingu. Sagði hann að þjóðin, og mögulega allur heimurinn, hefði orðið fyrir óbætanlegum missi.

„Það er mér mesta huggun að finna samúðina sem svo margir votta systur minni og bræðrum,“ sagði Karl, og lofaði að fylgja fordæmi móður sinnar, að því er BBC greinir frá.

Vilhjálmur prins og Kamilla drottning voru viðstödd athöfnina.
Vilhjálmur prins og Kamilla drottning voru viðstödd athöfnina. AFP/Jonathan Brady

Fyrrverandi forsætisráðherrar viðstaddir

Viðstaddir athöfnina voru 200 meðlimir Privy Council, sem er hópur háttsettra stjórnmálamanna sem ráðleggja konunginum.

Meðal þeirra voru fyrrverandi forsætisráðherrar Bretlands þau Boris Johnson, Theresa May, David Cameron, Gordon Brown, Tony Blair og John Major. Þá var Liz Truzz, núverandi forsætisráðherra, einnig viðstödd.

Það var ákvörðun konungsins að hleypa myndavélum inn í höllina til þess að leyfa almenningi að fylgjast með ferlinu í fyrsta sinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert