Rússar draga hermenn sína til baka

Rússar tilkynntu um þetta í dag.
Rússar tilkynntu um þetta í dag. AFP/Juan Barreto

Rússar hafa dregið til baka hermenn sína í austurhluta Kharkiv-héraðsins í Úkraínu. 

Leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdur er af Rússlandi, segir að rússneskar hersveitir séu að heyja erfiða bardaga gegn hersveitum Úkraínu á nokkrum stöðum í austurhluta Donetsk-héraðs.

Úkraínumenn tilkynntu í dag að þeir hefðu náð mikilvægri flutningamiðstöð á sitt vald. Þá sagði úkraínskur embættismaður að hermenn Úkraínu væru að ná borginni Lysychansk, sem er í austurhluta landsins. Borgin hefur verið undir yfirrráðum Rússa síðan í júlí. 

„Ákvörðun var tekin um að safna saman rússneskum hermönnum sem staðsettir eru í Balakliya- og Izyum-héruðunum til að styrkja raðirnar meðfram Donetsk-vígstöðvunum,“ segir í yfirlýsingu rússneska varnarmálaráðuneytisins.

mbl.is
Loka