Segir Úkraínu hafa endurheimt 30 svæði

Selenskí ávarpaði þjóð sína í reglubundnu kvöldávarpi sínu.
Selenskí ávarpaði þjóð sína í reglubundnu kvöldávarpi sínu. AFP

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði þjóð sína í kvöld þar sem hann lýsti því yfir að úkraínska hernum hefði tekist að endurheimta yfirráð 30 svæða, sem rússneskar hersveitir höfðu hertekið. 

Er þetta afrakstur gagnsóknar Úkraínumanna, sem virðast hafa komið Rússum að óvörum. 

„Við erum smám saman að ná til baka yfirráðum á nýjum svæðum. Við erum að skila úkraínska fánanum og vernda úkraínsku þjóðina.“

Þá skoraði hann á landa sína, að gera yfirvöldum viðvart um hvers kyns glæpi sem framdir hafa verið af her Rússa, á þeim tíma sem þeir höfðu yfirráð á umræddum svæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert