Þúsundir á flótta til Rússlands

Frá Balaklia á Kharkív svæðinu.
Frá Balaklia á Kharkív svæðinu. AFP/Juan Barreto

Þúsundir manna hafa lagt á flótta yfir landamærin frá Úkraínu til Rússlands í kjölfarið af óvæntri en árangursríkri gagnsókn úkraínskra hersveita. 

Með leiftursókn sinni undanfarna daga hefur Úkraínumönnum tekist að endurheimta mjög stór landsvæði sem Rússar höfðu lagt undir sig eftir innrásina í Úkraínu. Landsvæði sem eru nokkrum sinnum stærri en höfuðborgarsvæðið á Íslandi. 

Vyacheslav Gladkov, ríkisstjóri í Belgorod, sagði frá því í dag að þúsundir manna hafi farið yfir landamærin til Rússlands síðasta sólarhringinn. Hafi fólk ferðast á eigin ökutækjum í flestum tilfellum. Á svæði sem hann þekkir til séu 1.342 manns í bráðabirgðahúsnæði og séu tuttugu og sjö slík í notkun. 

Vladimiír Pútín og Vyacheslav Gladkov á fundi í ágúst.
Vladimiír Pútín og Vyacheslav Gladkov á fundi í ágúst. AFP/Klimentyev
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert