Klæðist herbúningi við kistu Elísabetar

Harry Bretaprins ásamt Meghan hertogaynju fyrr í vikunni.
Harry Bretaprins ásamt Meghan hertogaynju fyrr í vikunni. AFP/Danny Lawson/Pool

Barnabörn Elísabetar sálugu Bretlandsdrottningar, þar á meðal prinsarnir Vilhjálmur og Harry, munu standa í kringum kistu hennar í Westminster Hall í kvöld til að votta henni virðingu sína.

Að ósk Karls konungs verður Harry klæddur herbúningi í fyrsta sinn síðan 2020, að sögn BBC.

Síðan drottningin lést hefur Harry klæðst hefðbundnum fötum á opinberum viðburðum.

Börn drottningarinnar, þar á meðal Karl, stóðu við kistuna í um tíu mínútur í gærkvöldi. Búist er við því að viðburðurinn í kvöld standi yfir í um 15 mínútur.

Þúsundir manna bíða í biðröðinni.
Þúsundir manna bíða í biðröðinni. AFP/Stephane de Sakutin

16 klukkutímar í biðröð

Löng biðröð hefur verið fyrir utan Westminster Hall þar sem fólk þarf að bíða í allt að 16 klukkustundir eftir því að komast þangað inn og votta drottningunni virðingu sína.

Jarðarför Elísabetar verður á mánudaginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert