Þakkaði þeim sem biðu fyrir þolinmæðina

Karl þriðji í Westminster Hall þar sem líkista móður hans …
Karl þriðji í Westminster Hall þar sem líkista móður hans mun standa þar til útförin fer fram. AFP

Karl þriðji, Bretlandskonungur, fór ásamt Vilhjálmi syni sínum í morgun og blandaði geði við nokkra af þeim þúsundum þegna sem lögðu leið sína í Westminster Hall til að votta Elísabetu Bretlandsdrottningu, móður hans, virðingu sína.

Heilsaði fólkinu sem beið í röð

Karl er nýkrýndur konungur en hann tók í hendur fólks og ræddi stuttlega við það nálægt Lambeth-brúnni. Hann þakkaði fólkinu fyrir biðlundina og sagði að það væri nú þegar komið hálfa leið.

Langar raðir hafa myndast í Lundúnum og sumir þurft að dvelja næturlangt í röð til þess að sjá drottninguna áður en hún leggst til hinstu hvíldar.

Útför Elísabetar fer fram á mánudaginn en mikill viðbúnaður verður í Lundúnum og víðar vegna þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert