Látinn laus í morðmáli þökk sé hlaðvarpi

Adnan Syed hefur setið í fangelsi í meira en 20 …
Adnan Syed hefur setið í fangelsi í meira en 20 ár fyrir morðið á fyrrverandi kærustu sinni, Hae Min Lee.

Dómstóll í Bandaríkjunum hefur ákveðið að ógilda dóm yfir manni sem setið hefur í fangelsi í meira en 20 ár fyrir morðið á fyrrverandi kærustu sinni.

Málið hefur vakið heimsathygli þökk sé hlaðvarpinu „Serial“, þar sem rannsóknarblaðamenn rannsaka ýmis sakamál.

Nýjar upplýsingar

Hinn 42 ára gamli Adnan Syed hefur setið inni frá aldamótum fyrir morðið á Hae Min Lee sem myrt var árið 1999. Syed verður látinn laus á meðan beðið er eftir nýjum réttarhöldum í málinu, en það eru fjölmiðlar vestanhafs sem greina frá þessu.

Saksóknari hefur beðið um að málinu verði vísað frá vegna nýrra upplýsinga sem hafa komið í ljós en þær tengjast tveimur öðrum mönnum sem grunaðir eru í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert