Öflugur jarðskjálfti í Mexíkó

Kyrrahafsströnd Mexíkó. Mynd úr safni.
Kyrrahafsströnd Mexíkó. Mynd úr safni. AFP

Öflugur jarðskjálfti reið yfir Kyrrahafsströnd Mexíkó fyrir skemmstu, eða upp úr klukkan sex að íslenskum tíma.

Áætluð upptök skjálftans.
Áætluð upptök skjálftans. Kort/USGS

7,6 að stærð

Skjálftinn er talinn hafa verið um 7,6 að stærð, samkvæmt mælingum bandarísku jarðvísindastofnunarinnar USGS.

Enn sem komið er hafa engar fregnir borist af tjóni í grennd við skjálftann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert