Þekktu ekki forsætisráðherrann

Liz Truss forsætisráðherra Bretlands við útför Elísabetar II. Bretadrottningar í …
Liz Truss forsætisráðherra Bretlands við útför Elísabetar II. Bretadrottningar í dag. AFP

Peter Overton og Tracy Grimshaw, fréttamenn hjá fréttastöðinni Nine News Sidney í Ástralíu, þekktu ekki Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, og eiginmann hennar þegar streymt var í beinni frá jarðarför Elísabetar II. Bretadrottningar í dag.

„Hvernig á að bera kennsl á þau, kannski lágt sett kóngafólk? Við getum því miður ekki borið kennsl á alla,“ sagði Overton þegar Truss og eiginmaður hennar, Hugh O'Leary komu í mynd, og heyra mátti þulina velta því fyrir sér hver væru þarna á ferð.

„Mér var rétt í þessu tjáð að þetta væri Liz Truss, nýr forsætisráðherra Bretlands, sem við sáum þarna,“ bætti Overton síðan við andartaki síðar.

mbl.is