Fullorðnir karlmenn geti ekki keypt flugmiða

Pútin lýsti yfir herkvaðningu í morgun.
Pútin lýsti yfir herkvaðningu í morgun. AFP

Rússnesk flugfélög hafa hætt að selja flugmiða til rússneskra karlmanna á aldrinum 18 til 65 ára nema þeir geti lagt fram leyfi frá varnarmálaráðuneytinu til að ferðast.

Þetta kemur fram á vefsíðu Airlive.

Allt flug frá Rússlandi til erlendra áfangastaða seldist upp í dag eftir að Vladimír Pútin, forseti landsins, lýsti yfir herkvaðningu sem nær til um 300 þúsund varaliða í her Rússlands.

Flug frá Moskvu til höfuðborga Georgíu, Tyrklands og Armeníu í dag voru ekki tiltæk innan nokkurra mínútna frá tilkynningu Pútins, samkvæmt rússneska ferðavefnum aviasales.ru.

Um hádegi að Moskvutíma hafði beint flug frá Moskvu til Aserbaídsjan, Kasakstan, Úsbekistan og Kirgisistan einnig hætt að birtast á vefsíðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert