Herkvaðningin nær til 300 þúsund varaliða

Auglýsing um störf í rússneska hernum í Sánkti Pétursborg.
Auglýsing um störf í rússneska hernum í Sánkti Pétursborg. AFP

Herkvaðningin sem Vladimír Pútín lýsti yfir í morgun nær til um 300 þúsund varaliða í her Rússlands. 

Þetta kemur fram upptöku á viðtali við Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, sem nú er sýnt í rússneskum miðlum. 

Þar staðfestir hann að hún nái aðeins til þeirra sem skráðir eru varaliðar og þeirra sem eru með herþjálfun. 

mbl.is