Fresta hryðjuverkaréttarhöldum vegna glerkassa

Hér má sjá glerkassana umdeildu í réttarsalnum.
Hér má sjá glerkassana umdeildu í réttarsalnum. AFP

Réttarhöldum vegna árásanna í Brussel 2016, sem áttu að hefjast í næsta mánuði, hefur verið frestað um nokkrar vikur til að skipta út umdeildum glerkössum fyrir ákærðu.

Dómstóllinn sagði að fundi þann 10. október yrði aflýst eftir að dómsmálaráðuneytið staðfesti að nýr glerkassi fyrir sakborninga sem óskað var eftir kæmi ekki í tæka tíð.

Í réttarhaldi fyrr í mánuðinum var deilt um umrædda glerkassa en um er að ræða einskonar gegnsæja klefa fyrir ákærðu.

Frá réttarsalnum.
Frá réttarsalnum. AFP

Gátu ekki ráðfært sig við skjólstæðinga

Verjendur héldu því fram að þeir gætu ekki ráðfært sig frjálslega við skjólstæðinga sína og fóru fram á að glerkassarnir yrðu fjarlægðir og þeim skipt út. Dómari féllst á það.

Luc Hennart, talsmaður dómstólsins, sagði í samtali við AFP fréttaveituna að líklega yrði málinu frestað um nokkrar vikur til að laga réttarsalinn, sem var sérstaklega byggður í fyrrum höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins.

Níu meintir meðlimir Ríkis Íslams sem komu af stað sjálfsmorðssprengjuárásunum í Belgíu í mars 2016 og árásunum í París í nóvember 2015 hafa verið ákærðir fyrir aðild að hryðjuverkaárásunum.

32 létu lífið í sjálfsmorðssprengingum í tveimur árásum í Brussel. Önnur átti sér stað á flugvellinum í Brussel og hin í troðfullri neðanjarðarlestarstöð.

mbl.is
Loka