10 ára fangelsi fyrir að neita að berjast

Pútín skrifaði undir lagabreytingar í dag.
Pútín skrifaði undir lagabreytingar í dag. AFP/Gavriil Grigorov

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í dag undir breytingu á lögum sem felur í sér harðari refsingar fyrir þá hermenn sem sjálfviljugir gefast upp eða neita að berjast í stríðinu í Úkraínu. Hámarksrefsing er nú tíu ára fangelsi.

Pútín tilkynnti herkvaðningu í Rússlandi á miðvikudag, en til stendur að virkja 300 þúsund manna varalið.

Þá skrifaði hann einnig aðra lagabreytingu sem felur í sér að erlendir ríkisborgarar geti öðlast rússneskan ríkisborgararétt með því að gegna herskyldu.

mbl.is