700 mótmælendur handteknir í Rússlandi

Hér má sjá rússneska lögreglumenn handtaka mótmælanda í Sankti Pétursborg …
Hér má sjá rússneska lögreglumenn handtaka mótmælanda í Sankti Pétursborg í dag. AFP

Handteknir hafa verið um 700 einstaklingar í mótmælum í Rússlandi, að því er fram kemur á vefsíðu OVD, en þar eru jafnframt birt nöfn þeirra mótmælenda sem eru í haldi.

Í 32 borgum Rússlands hafa farið fram mótmæli í dag vegna herkvaðningar þeirrar sem Vladimír Pútín, forseti Rússlands, kynnti fyrr í vikunni. 

Rúmlega 340 handtökur fóru fram í Moskvu, höfuðborg Rússlands. 

mbl.is